Ársfundur stofnunarinnar

Ársfundur Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Hótel Sögu, Harvard-salnum
11. maí 2011 kl. 8.15-10


Dagskrána má stækka með því að smella á myndina.

Á ársfundi Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum fer fram sá merki viðburður að þjóðminjavörður afhendir stofnuninni til varðveislu handrit úr Þjóðminjasafni og eru þar á meðal skinnbrot frá miðöldum. Einnig ber til tíðinda að lesið verður upp nýfundið kvæði Hallgríms Péturssonar í handriti í Uppsölum. Sagt verður frá nýjum örnefnum á Fimmvörðuhálsi, rætt um mikilvægi viðurkenningar UNESCO á íslenskum handritaarfi og flett í nýútgefinni Handbók um íslensku. Einnig verður litið yfir starfsemi stofnunarinnar og til framtíðar. Fundurinn verður haldinn 11. maí á Hótel Sögu, Harvard-salnum.

Allir eru velkomnir. Gestir eru vinsamlegast beðnir að skrá sig fyrir 10. maí.