Ársfundur stofnunarinnar

Ársfundur Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Hótel Sögu, Harvard-salnum
21. apríl kl. 8.15-10.00

Ágrip af fundinum.


Dagskrána má stækka með því að smella á myndina.

Ársfundur Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum verður haldinn á Hótel Sögu, Harvard-salnum, kl. 8.15-10.00 síðasta vetrardag, 21. apríl 2010. Á fundinum verður fjallað um starfsemi og framtíðarsýn stofnunarinnar, og bent á þau miklu verðmæti sem búa í þeim margvíslegu gögnum (handritum, örnefnaskrám, þjóðfræðiefni, orðfræðasöfnum) sem stofnunin varðveitir. Stofnunin hefur markað sér skýra stefnu um opinn aðgang að þeim.

Gestir eru vinsamlegast beðnir að skrá sig fyrir 20. apríl.